Þú getur valið úr breiðu úrvali tilbúinna PAX samsetninga hjá okkur. Þú getur líka raðað PAX einingum saman til að hanna fataskáp sem er sniðinn að þínum þörfum hvað varðar stærð, lit, stíl og innvols. Hvora leiðina sem þú velur færðu fataskáp sem hentar heimilinu og fötunum þínum.

Fyrsta skref: Veldu skáp

Það er mikilvægt að mæla plássið sem ætlað er skápnum (hæð, breidd og dýpt). Þú getur fengið skápa sem eru 201 eða 236 cm háir, 35 eða 58 cm djúpir og 50, 75 eða 100 cm breiðir. Gera þarf ráð fyrir að minnsta kosti 1 cm aukalega fyrir ofan skápinn fyrir hurðir á lömum eða 4 cm fyrir rennihurðir. Einnig þarf að gera ráð fyrir 1 cm fyrir ofan skáp til að hægt sé að setja skápinn saman upprétt. PAX skáparnir koma í þrem litum: hvítu, hvíttaðri eikaráferð og dökkgráu.



  Skoðaðu PAX

Skoðaðu PAX

Annað skref: Veldu hurðir, hnúða og höldur

Þú getur valið úr úrvali af hurðum á lömum (25 eða 50 cm á breidd) í stíl við skápinn, eða ljúflokandi rennihurðum (150 eða 200 cm á breidd). Þú getur líka sleppt hurðum og haft skápinn alveg opinn. Hnúðar eða höldur fullkomna stílinn og einfalt er að skipta um ef þú vilt breyta aðeins til.



  Skoðaðu hnúða og höldur

Skoðaðu hnúða og höldur

Þriðja skrefið: Veldu innvols

Veltu fyrir þér hvað þú ætlar að geyma í skápnum svo þú getir sérsniðið hann að þínum þörfum. KOMPLEMENT skúffur, hillur, skóhillur, bakkar fyrir skartgripi, útdraganleg hengi og fleira hjálpa þér að halda innihaldinu í röð og reglu.



  Skoðaðu innvols í PAX fataskápa

Skoðaðu innvols í PAX fataskápa

Fjórða skref: Veldu lýsingu í skápinn

Lýsing fullkomnar PAX fataskápinn og auðveldar þér að velja föt á morgnana. Þú getur meðal annars valið um snjalllýsingu sem þú stýrir með IKEA Home smart eða ljós með skyjnara sem kvikna þegar þú opnar skápinn.



  Skoðaðu lýsingu fyrir PAX skápa

Skoðaðu lýsingu fyrir PAX skápa

Fimmta og síðasta skrefið: Notaðu PAX teikniforritið okkar

Þegar þú hefur mælt og ákveðið hvað þú ætlar að kaupa getur þú hannað PAX skápinn í ókeypis teikniforriti á IKEA.is. Í forritinu getur þú séð hvernig skápar, hurðir, höldur og ljós líta út saman. Þar getur þú einnig bætt vörunum á lista til að taka með í verslunina, eða verslað þær á vefnum.



  Opna teikniforrit fyrir PAX

Opna teikniforrit fyrir PAX

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X