Skapaðu afslappað andrúmsloft þar sem allt á sér sinn stað. Byrjaðu á því að losa þig við hluti sem þú þarft ekki á að halda í svefnherberginu – eða jafnvel yfir höfuð. Þegar því er lokið kemur þú reiðu á hlutina sem eru eftir. Hér eru níu hugmyndir sem koma þér af stað.

1. Gardínur geta falið meira en bara glugga

Frá óreiðu að hugarró – það er merkilegt hvað gardínur geta gert mikið fyrir rými. Settu upp gardínustöng þvert yfir loftið, þannig ertu komin með einfalda og fljótlega leið til að fela kassa og hillur, eða jafnvel fataskáp og aðrar hirslur. VIDGA gardínubrautirnar bjóða upp á einfalda leið til að sérsníða brautina eftir rýminu.
Við erum samt ekki að segja að þú eigir bara að fela óreiðuna! Komdu skipulagi á hlutina sem þú geymir í hillunum, settu þá í kassa eða körfur þannig að það sé auðvelt að finna allt sem þú þarft þegar þú dregur gardínurnar frá.



  Skoðaðu VIDGA línuna

Skoðaðu VIDGA línuna

2. Flokka, raða, geyma

Þegar hlutirnir eru flokkaðir saman er auðveldara að finna þá og stór fataskápur getur þá séð um að geyma allt sem þú þarft. KOMPLEMENT innvols gera þér kleift að flokka og geyma föt, aukahluti og skó á snyrtilegan hátt, á sínum stað. Veldu úr ólíkum hurðum fyrir rétta útlitið.

Skoðaðu PAX línuna

3. Mundu eftir plássinu undir rúminu!

Rúmið er eitt fjölhæfasta húsgagnið í svefnherberginu en þetta rúm með hirslu er svo sannarlega þúsundþjalasmiður! Hirsla undir rúminu, hvort sem það er hluti af rúminu eða frístandandi kassi, opnar gátt (eða skúffu) að ótal hirslumöguleikum. Árstíðabundin föt geta átt heima þar en einnig hversdagslegir hlutir eins og íþróttabúnaður og jógamottur.



  Skoðaðu rúm

Skoðaðu rúm

4. Sæktu þér innblástur í hillurnar

Finndu bókunum samastað í bókaskáp. Raðaðu þeim þannig að þær veiti þér innblástur, hvort sem það er með því að raða þeim eftir lit, þema eða jafnvel í stafrófsröð.
Brjóttu upp útlitið með því að raða einnig uppáhaldshlutunum þínum á hillurnar og leiktu þér með uppröðunina og skipulagið þar til þú finnur rétta útlitið sem færir þér hugarró.



  Skoðaðu bókaskápa

Skoðaðu bókaskápa

5. Blandaðu saman hirslum fyrir einstakt yfirbragð

Ef þú hefur ekki möguleikann á að setja upp hirslur yfir heilan vegg getur þú nýtt þér þessa hugmynd að hirslum sem krefjast þess ekki að þú borir í vegg. Slepptu sköpunarkraftinum lausum, blandaðu saman skúffueiningum á hjólum við sjónvarpsbekki og skápa til að skapa persónulegt yfirbragð og ólíka hirslumöguleika. Ólík húsgögn virka oft vel saman þegar þau eru í sömu, eða svipuðum, litatónum. Raðaðu þeim saman til að skapa afslappað og snyrtilegt yfirbragð. Búðu til þína eigin hirslusamsetningu sem virkar fyrir þig. Þá ertu með stað fyrir allt sem þú þarft.



 

6. Opnar og lokaðar hirslur skapa ró og fegra rýmið

Opnar og lokaðar hirslur færa þér fleiri möguleika til að koma skipulagi á svefnherbergið. PLATSA hirslurnar eru einmitt hannaðar til þess. Lykillinn er að raða eftir litum í opnu hirsluna til að skapa fallegt heildarútlit. Svo má ekki gleyma að hafa herðatrén eins!

Skoðaðu PLATSA línuna

7. Nældu þér í bekk með leynihirslu

Bekkurinn er hirsluhetja í dulargervi. Þegar þú opnar hann blasir við þér gott hirslupláss, tilvalið fyrir föt og fylgihluti eða íþróttabúnað sem þú notar daglega.

Skoðaðu bekki

8. Veldu stór húsgögn með mikla hirslumöguleika

Ef fataskápurinn ræður ekki við að halda utan um flesta hluti þá getur þú valið húsgagn með aukahirsluplássi – eins og þessa rúmgrind. Hirsluplássið kemur sér vel fyrir stóra hluti eins og ferðatöskur, aukasængur og rúmföt. Þegar allt á sér sinn stað þá öðlastu snyrtilegra rými og hugarró.



  Skoðaðu rúm

Skoðaðu rúm

9. Minna er meira

Svo er það gullna reglan þegar það kemur að því að draga úr óreiðu. Hugaðu að yfirborðinu. Borð, kommóður, hillur og önnur yfirborð laða að sér óreiðu. Raðaðu örfáum hlutum sem skapa persónulegt yfirbragð og fjarlægðu hluti sem eru ekki hluti af útlitinu.
Oft safnast óreiða í kringum rúmið og því er gott að hafa náttborð. Veldu borð með skúffu, veldu þrjá hluti til að stilla upp á borðinu og feldu annað í skúffunni.



  Skoðaðu náttborð

Skoðaðu náttborð

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X