Lítill eldhúskrókur fyrir upprennandi áhrifavalda

Breyttu lítilli eldhúsaðstöðu í draumaeldhús með nóg af hentugu hirsluplássi. Áhrifavaldar og matarbloggarar vinna oft í litlu rými og því skiptir gríðarlega miklu máli að eldhúsið sé hentugur og faglegur vinnustaður.
 

Berðu fram stórar hugmyndir í litlu eldhúsi

Skapaðu rými sem eflir sköpunargleði. Lítill eldhúskrókur eins og ÄSPINGE getur verið fullkomin undirstaða fyrir tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Hugsaðu um hann eins og grunn að sósu – þú bætir við og kryddar eftir þínum smekk svo eldhúsið henti þínu rými og stíl.

 


Eldhús í einum hvelli

ÄSPINGE eldhúskrókurinn færir þér þægindi og notagildi í einum fyrirferðalitlum pakka. Þú gætir keypt og sett hann upp á einum degi. Þetta er fjölhæft vinnusvæði með pláss fyrir spanhelluborð, lokaðan skáp til að fela örbylgjuofninn, opnar hillur fyrir auðveldan aðgang að kryddum, stað til að stilla upp símanum, snaga til að hengja upp áhöld og hnífaparabakka til að halda skúffum snyrtilegum. Eldhúskrókurinn er fullkominn til að skapa eldhús þar sem allt sem þú þarft er innan seilingar.

Customize your kitchenette

Sniðugar hirslur: Búðu til pláss fyrir sköpunargleðina

Það myndast gjarnan óreiða í litlu eldhúsi, sem getur skapað áskoranir. Þess vegna viljum við kynna hirslulausnir sem færa ástríðukokkinum innblástur og vel skipulagt eldhús um leið. Hér nýta SKÅDIS hirslutöflur hvern einasta sentímetra af veggplássi og halda pönnum og áhöldum snyrtilega skipulögðum þar sem auðvelt er að sjá þau og ná til þeirra. HULTARP hnífarekkar úr segli losa um dýrmætt borð- og skúffupláss og VARIERA hilluinnlegg töfra fram enn meira geymslupláss

Hráefnin sem hver kokkur þarf

Það þarf aðeins þrjú eða fjögur lykilhráefni til að matargerðarlistin nái nýjum hæðum. Hágæðahnífur úr ryðfríu stáli eins og VÖRDA gerir undirbúninginn leikandi léttan. Endingargóð steikarpanna eins og MIDDAGSMAT hjálpar þér að töfra fram eitthvað girnilegt úr hráefnunum. Klassísku OFTAST diskarnir eða fjölhæfi IKEA 365+ borðbúnaðurinn færa réttunum þínum fagmannlegt yfirbragð – fullkomið til að bera fram fyrir vini, fjölskyldu eða fylgjendur.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X