Komdu með í för aftur til sjöunda áratugarins þegar áberandi mynstur, glaðleg form og óhefðbundnar lausnir einkenndu húsgagnastílinn. Skoðaðu gamlar sígildar vörur í nýjum búningi eftir áhrifaríka hönnuði eins og Karin Mobring og Gillis Lundgren í grænu, gulu og svörtu.

Tískan fer í hringi!

Sumir hlutir eru of frábærir til að verða eftir í fortíðinni. DYVLINGE hægindastóllinn sló í gegn þegar hann birtist fyrst sem MILA árið 1967. Þessi lági, mjúki hægindastóll var þá kallaður streitubanastóllinn. Nú snýr hann aftur tvíefldur með aukafæti fyrir stöðugleika og til í annan snúning. Hvað með þig?

„Lági hægindastóllinn snýr loksins aftur, jafn æðislegur og hann var á sjöunda áratugnum. ”

Karin Gustavsson
Hópstjóri vörueinkenna,
IKEA of Sweden

Gamlar sálir í nýjum anda

Í lok sjöunda áratugarins átti heimilislífið að vera afslappað og notalegt með mjúkum og þykkum mottum, þægilegum stólum og sófum og stórum sófaborðum fyrir kvöldsnarlið. Nú getur þú innréttað heimilið með lágum hægindastólum, stórum hliðarborðum og þykkum mottum sem mæta nútímakröfum.

Komdu með í tímaferðalag

Finndu nýtt eftirlæti í litríku Nytillverkad línunni. Eða endurnýjaðu gömul kynni?

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Nýjar víddir á heimilið

Á sama tíma og sumir voru að lenda á tunglinu voru aðrir að lenda í þessum rúmgóða, mjúka hægindastól sem er hannaður af Gillis Lundgren. SOTENÄS hægindastóllinn er jafn djúpur og breiður og hann var árið 1969 og því nóg pláss til að sitja í ólíkum stellingum eða jafnvel með góðum vin.

„Þegar góð hönnun er endurvakin og okkur tekst að bæta hana þá hefur markmiðinu verið náð.“

Rickard ”Rille” Jonsson
Verkefnastjór nýsköpunar,
IKEA of Sweden

Krydd í tilveruna

STRECKFLY púðaverin eru ekki þau litríkustu en krydda þó rýmið. Skemmtilegt mynstrið er hannað af Sven Fristedt og birtist fyrst í vöruúrvali IKEA árið 1968 sem MYRTEN. Fegraðu sófann með skemmtilegum púðaverum eða skreyttu veggina með mynstrinu á þriggja metra vefnaðarvöru.

„Væri ég beðin um að hanna nýjan blómavasa þyrfti ég að byrja frá grunni. en með SKOGSTUNDRA gat ég tekið gömlu hönnunina og bætt hana.“

Ehlén Johansson
hönnuður

Litadýrð úr fortíð

Mynstur frá áttunda áratugnum snúa aftur til að heilsa nýrri kynslóð.Í fyrsta sinn á 50 árum er mynstrið fáanlegt á þriggja metra efni. Gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn!

„Við vildum endurvekja vinsælar vörur og endurgera þær með nútímatækni- og hráefni.“

Sebastian Svensson
Yfirmaður nýsköpunar,
IKEA of Sweden

Framtíðin er björt

Hér eru tvær sígildar vörur, plöntustandur frá 1957 og fatastandur frá 1978, sem hafa fengið litríka uppfærslu sem grípur augað.

Ástkært hliðarborð snýr aftur

Fyrir lifandis löngu, eða árið 1956, kom eitt frægasta húsgagn IKEA á markaðinn: Dásamlegt hliðarborð sem kallaðist LÖVET. Nú snýr það aftur sem LÖVBACKEN í líflegum litum.

 

Tengjum saman fortíð, nútíð og framtíð

Sumar vörurnar eru næstum jafn gamlar og IKEA – ótrúlegt en satt!Skoðaðu nokkrar vinsælar vörur sem hafa öðlast nýtt líf.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X