Stígðu inn í ævintýralegan heim gresjunnar

Lokaðu augunum og hlustaðu vel. Heyrir þú í vindinum hreyfa við graslendinu eða fílsöskri í fjarska? Þú ert ekki lengur meðal kettlinga og hunda heldur villtra dýra þar sem aðeins hinir hæfustu lifa af, hvort sem það þýðir að vera góður í að hlaupa, fela sig eða veiða. Hvernig ætlar þú og barnið þitt að aðlaga ykkur að þessu nýja umhverfi? Ætlið þið að vera sebrahestarnir sem gabba ljónin með því að falla inn í hjörðina eða gíraffar með langa hálsa sem auðvelda ykkur að hafa varann á? Með SANDLÖPARE vörunum er þér og þinni fjölskyldu boðið í ævintýralega safariferð þar sem þið lærið um dýrin á gresjunni.

SANDLÖPARE

Hversu margir gíraffar komast fyrir í einu herbergi?

Í SANDLÖPARE vörulínunni finnur þú gíraffa á límmiðum, sem mjúkdýr, á veggmyndum, hirslum, rúmfötum og fleiri stöðum. Hér á myndinni eru fimmtán faldir gíraffar. Getur þú fundið þá alla? Halar eru talin með!

Skoðaðu mjúkdýr

Umbreyttu herberginu í Afríska gresju

Skoðaðu vefnaðarvörur fyrir börn

Komdu í feluleik

Einkennandi mynstur á villtum dýrum hjálpa þeim að fela sig fyrir rándýrum. Heima getur verið jafn mikilvægt að falla inn í umhverfið og fela sig fyrir allra augum. Börn eru yfirleitt flekklaus eftir gott bað – þó ekki þegar þau eru að þerra sig í SANDLÖPARE handklæði með blettatígursmynstri.

Skoðaðu vefnaðarvöru fyrir börn

Skoðaðu öll SANDLÖPARE mjúkdýrin

SANDLÖPARE

Kynntu þér villtu dýrin á afrísku gresjunni

Finndu jarðkettina!

Jarðkettir virðast aldrei geta verið kyrrir og eru alltaf á varðbergi. Dökku hringirnir í kringum augun virka eins og sólgleraugu og ef rándýr nálgast þá gefa þeir frá sér viðvörunarhjóð svo að vinir og fjölskylda geti falið sig undir jörðu. Jarðkattahópur telur allt að 50 meðlimi. Hversu marga sérðu hér?

Skoðaðu mjúkdýr

Sveiflaðu þér eins og simpansi

Simpansar sveifla sér léttilega á milli trjágreina. Þeir eru með liðuga fingur og tær, eins og þeir séu með fjórar hendur. SANDLÖPARE simpansinn er með franskan rennilás á höndum og fótum og er því tilvalinn með í ævintýri, hvort sem hann hangir um hálsinn á þér, á tösku eða í loftinu.

Skoðaðu mjúkdýr

Feldu þig í hjörðinni

Þótt ótrúlegt megi virðast þá falla svörtu og hvítu rendurnar á sebrahestum fullkomlega inn í drappaðan bakgrunninn á gresjunni. Þeirra helsti óvinur er ljónið – sem er litblint – og því skipta litirnir minna máli en mynstrið, sem fellur inn í graslendið. Þegar sebrahestar standa saman í hjörð er erfitt fyrir ljón að sjá og finna sebrahest til að ráðast á. Komdu í feluleik með sebrahestunum þínum. Mjúkt SANDLÖPARE áklæði með sebramynstri kemur vel út á FLISAT og MAMMUT kollum.

Skoðaðu stóla og borð fyrir börn

Leifðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala

Leiktu og lærðu með villtum dýrum

Kannaðu ævintýraheim gresjunnar á heimilinu. Lærðu meira um dýrin í skemmtilegu SANDLÖPARE þrautabókinni sem er með 25 blaðsíðum af skapandi þrautum fyrir forvitið lítið fólk. Þú getur líka rúllað út SANDLÖPARE litapappírsrúllu og boðið allri fjölskyldunni að lita dásamlegu dýrin á gresjunni.

Skoðaðu vörur fyrir sköpun

Skoðaðu mjúkdýra úrvalið okkar

Skoðaðu mjúkdýr

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X