Ertu að hugsa um að fá þér nýjan fataskáp eða viltu endurskipuleggja þann sem þú átt nú þegar? Hér eru fimm góð skipulagsráð sem ættu að auðvelda þér að velja föt á morgnana.

1. Stærðin skiptir máli

Áður en þú kaupir nýjan fataskáp skaltu skoða hvað þú þarft að geyma í honum og flokka það. Föt, útiföt, skór og aukahlutir þarfnast ólíkra hirslna og þá verður auðveldara að átta sig á hvaða stærð og tegund fataskáps þú þarft.
Ef plássið er lítið eða ef þú vilt hafa skápinn í stíl við önnur húsgögn þá getur stakur skápur hentað.
Er rýmið óhefðbundið? Þú getur keypt hirslulausn sem þú lagar að rýminu eftir þörfum.
Viltu sérsniðinn fataskáp með nægu plássi fyrir aukahluti? Þá er fataskápasamsetning fyrir þig.

Fjölbreyttir fataskápar

2. Veldu rétta kassa og smáhirslur

Við erum með úrval af hirslum fyrir fataskápa. Það er lítið mál að finna smáhirslur og kassa sem passa því þeir eru fáanlegir í mörgum stærðum.
Miðlungsstórir kassar eru hentugir fyrir hluti sem þú vilt geta gripið í, svo sem leikföng, húfur og trefla. Tveir litlir kassar ofan á stærri kassa með loki skapa snyrtilega hirslu með stílhreint útlit.
Minni kassar geta fyllt alveg út í skúffuna og sjá um alls kyns smærri aukahluti.
Stórir kassar með loki henta vel undir sumar- eða vetrarföt og fleira sem þú þarft sjaldan á að halda. Sumir þeirra eru með netefni svo það lofti um flíkurnar.

Hirslur sem hámarka skipulagið

3. Hengdu hlutina upp

Skápaplássið nýtist vel þegar þú hengir upp flíkur og aukahluti. Viltu láta skápinn líta betur út? Hafðu öll herðatrén í sama stíl. Hangandi hirslur eru sniðugar fyrir flíkur sem betra er að geyma samanbrotnar, svo sem prjónaðar peysur.
Með því að hengja upp skyrtur, kjóla, buxur og jakka krumpast flíkurnar síður og þú sérð þær vel. Raðaðu þeim eftir lit til að fullkomna skápinn.
Þú getur sett flíkur í hólf í hangandi hirslu eða bætt kössum og öðrum smáhirslum í hólfin fyrir betri nýtingu.
Hengi fyrir aukahluti gefur þér gott aðgengi að slæðum og beltum ásamt því að nýta plássið vel.

Hangandi og hentugt

4. Dragðu flíkurnar fram í sviðsljósið

Ljós inni í fataskáp eða fyrir ofan hann veitir þér góða yfirsýn yfir flíkurnar. Ljós ofan á skápum endurkastast af skáphurðunum þegar þær eru lokaðar og varpa ljúfri birtu um rýmið. Skápalýsing er tilvalin fyrir pör sem vakna á misjöfnum tíma því lýsingin ætti ekki að vekja hinn aðilann.

Skoðaðu skápalýsingu

5. Einfaldari skápatiltekt

Er aðeins of mikið í fataskápnum þínum? Það getur virst óyfirstíganlegt að ráðast í skápatiltekt en í stað þess er hægt að grisja flíkur í litlum skrefum. Hafðu kassa eða körfu í skápnum fyrir föt sem þú notar ekki lengur og bættu við einni og einni flík. Þegar hirslan fyllist er svo kominn tími til að gefa eða selja flíkurnar.

 

Skoðaðu hirslukassa og körfur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X