Ryðfrítt stál virkar á allar gerðir helluborða, líka spanhellur. Efnið er í miklu uppáhaldi hjá matreiðslumeisturum en það þarf að læra inn á það og nota réttan hita til að koma í veg fyrir að matur festist við efnið. Ef þú ert byrjandi er mælt með pönnum með keramikhúðun. Ef þú vilt fágað útlit og fyrsta flokks afköst skaltu velja pönnur úr ryðfríu stáli með koparyfirborði.
Kostir
Ókostir
Viðhald
Mikilvægast er að láta eldunarílátin kólna áður en þau eru skoluð, þar sem snöggar hitabreytingar geta valdið því að þau aflagist. Flestar pönnur og pottar úr ryðfríu stáli mega fara í uppþvottavél en sumir kokkar kjósa frekar að handþvo þau. Ef matur hefur festst við skaltu blanda þvottaefni eða ediki saman við vatn og láta sjóða í nokkrar mínútur. Ef nauðsyn krefur geturðu notað stálull til að klára verkið. Óhætt er að nota eldhúsáhöld úr silíkoni, viði, næloni eða ryðfríu stáli.
Álið er skilvirkur hitaleiðari en pottar og pönnur úr áli tryggja að maturinn hitni jafnt. IKEA pottar og pönnur úr áli eru með keramikhúðun sem gerir þau hentug til að elda mat með mikilli sýru.
Kostir
Ókostir
Viðhald
Eftir hverja notkun: Láttu pönnuna kólna alveg og þvoðu hana í höndunum. Notaðu áhöld úr plasti, viði eða silíkoni sem eru ekki hvöss. Forðastu málmáhöld eða annað sem gæti rispað eða skemmt keramikhúðunina.
Pönnur með keramikhúðun eru gott val fyrir flesta kokka en koma sér einstaklega vel fyrir byrjendur. Það er auðvelt að þrífa þær, þær henta vel fyrir viðkvæman mat eins og egg eða fisk og þú getur eldað með lítilli sem engri fitu.
IKEA eldunarílát með kísilefni sem kallast Sol-gel eða keramikhúðun haldast falleg lengur með réttri umhirðu og notkun. Þessi endingargóða húðun hefur framúrskarandi viðloðunarfría eiginleika án notkunar á PTFE eða öðrum PFAS-efnum.
Viðhald á IKEA pönnum með keramikhúðun
Eldunarílát úr kolstáli eru jafn endingargóð og steypujárn en þynnri.
Kostir
Ókostir
Viðhald
Til að búa til viðloðunarfrítt yfirborð skaltu bera á pönnuna bragðdaufa olíu og steikja til í forhituðum ofni (200°C í 40 mínútur) eða á helluborði (miðlungshiti í um 10 mínútur) og endurtaktu tvisvar í viðbót. Leyfðu henni að kólna og þurrkaðu umfram olíu. Steiktu til reglulega. Eftir hverja notkun: Leyfðu pönnunni að kólna alveg áður en þú skolar hana. Þrífðu pönnuna í höndunum með því að skrúbba hana með uppþvottalegi eða með salti og skrúbbi og þurrkaðu hana vandlega til að koma í veg fyrir ryð. Virkar með eldhúsáhöldum úr viði, silíkoni, næloni eða ryðfríu stáli.
Steypujárn er endingargott en krefst viðhalds og hentar ekki fyrir matvæli með mikilli sýru, nema það sé gljábrennt. IKEA pönnurnar eru úr steypujárni þar sem það gefur bestu útkomuna en pottarnir eru gljábrenndir svo að þeir henti fyrir mat með sýru.
Kostir
Ókostir
Umhirða
Búðu til viðloðunarfrítt yfirborð á pönnu úr steypujárni með því að steikja hana til fyrir fyrstu notkun. Berðu á hana bragðdaufa olíu og hitaðu við 150°C í minnst klukkustund. Leyfðu henni að kólna og þurrkaðu umfram olíu. Steiktu hana til reglulega. Eftir hverja notkun: Leyfðu henni að kólna alveg áður en þú skolar hana. Þrífðu í höndunum með örlitlum uppþvottalegi, grófu salti eða skrúbb. Þurrkaðu alveg til að koma í veg fyrir ryð. Þú getur notað áhöld úr hvaða efni sem er, en reyndu að forðast að nota málm í gljábrennt eldunarílát.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn