Þegar parið ákvað að flytja saman í nýja íbúð voru þau sammála um hvaða hlutverki heimilið ætti að þjóna. Innan veggja tveggja herbergja íbúðar má léttilega sjá ástríðu þeirra fyrir röð og reglu, glæsibrag og félagsskap í aðlaðandi rými sem þau bæði elska. 

 Lítið en öflugt eldhús

Eldhúsið er töfrandi. List á veggjum og náttúrulegir litir skapa gullfallegt heildarútlit. Bak við tjöldin er hentugt svæði með opnum og lokuðum hirslum sem geyma allt sem þau þurfa. 
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Borðstofa með meiru

Þetta rými er svo miklu meira en bara borðstofa. Hér borða þau flestar máltíðir og vinna stundum líka, breiða úr landakortum til að plana ferðalög, spila og bera fram snarl þegar vinir kíkja í heimsókn. 

Skoðaðu borðstofuborð

Lífleg stofa með vinalegu andrúmslofti

Áberandi sófi vekur verðskuldaða athygli og býður upp á þægilegt sæti fyrir spjall. Í stofunni er flest allt innan seilingar, allt frá næstu vínylplötu að gómsætu snarli á sófaborðinu. Það er engin tilviljun að síðdegisteið teygist oft yfir í góða kvöldstund.

Skoðaðu sófa
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Vel úthugsað svefnrými fyrir tvo

Þegar gengið er inn í svefnherbergið blasir rúmið við í miðju rými. Aðeins þrír veggir afmarka herbergið og því er staðsetning rúmsins afar mikilvæg. Hér opnar það rýmið og skapar nóg pláss til að draga gardínurnar frá vel skipulögðum fataskápnum.

Skoðaðu bólstruð rúm

Baðherbergi sem flýtir fyrir

Líkt og önnur rými heimilisins er baðherbergið hannað með bæði fegurð og notagildi að leiðarljósi. Viðarhillur, fléttaðar körfur og handklæði í jarðlitum fegra baðherbergið og hvítar hirslur geyma aukahandklæði, snyrti- og hreinsivörur.

Skoðaðu aukahluti fyrir baðherbergi
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Skoðaðu heimilið betur

IKEA

IKEA hönnuður situr fyrir svörum: Heimili í takti við þig

Heimili sem fylgir þínum lífsstíl getur umbreytt daglegu lífi. Hér eru nokkur ráð frá innanhússhönnuði hjá IKEA fyrir þægilegra heimilislíf.

IKEA

Lítil íbúð með smáatriðum sem veita innblástur

Stígðu inn í litla íbúð þar sem fegurð og góð nýting á plássi býr til töfrandi og notalegt heimili fyrir ungt par.

IKEA

Mikil gestrisni í lítilli íbúð

Þó íbúðin sé lítil getur hún léttilega rúmað notalegar stundir með góðum vinum! Taktu skref inn í tveggja herbergja íbúð þar sem gestum líður eins og heima hjá sér.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X