Sjálfbærara efni
MAMMUT
Barnaborð,
77x55 cm, inni/úti hvítt

4.450,-

Magn: - +
MAMMUT
MAMMUT

MAMMUT

4.450,-
Vefverslun: Til á lager
MAMMUT línan inniheldur létt og sterk barnahúsgögn sem þola vel veður og ýmis ævintýri. Fullkomin utandyra og auðvelt að þrífa þegar það er kominn tími til að færa húsgögnin inn.
MAMMUT barnaborð

Barnahúsgögnin sem við viljum stöðugt betrumbæta

Litríku MAMMUT kollarnir, stólarnir og borðin hafa verið fáanleg síðan snemma eftir aldamótin. Í gegnum árin höfum við bætt vörurnar með því að minnka hráefnið sem er notað og með því að láta þau ávallt fylgja ströngustu öryggiskröfum. Þegar við áttuðum okkur á því að mörgum börnum þykir gaman að fara með húsgögnin út, var komin tími á að breyta og bæta – styrkja plastið með vörn gegn útfjólubláum geislum.

Sarah Pattison er verkfræðingur hjá Barna IKEA sem hefur unnið að því að bæta MAMMUT línuna. Í dag innihalda borðin til dæmis minna af plasti en þegar þau komu fyrst á markað. „Það er tækninni að þakka að við gátum minnkað plastið innan í borðplötunni án þess að það hafi áhrif á stöðugleika þess. Þetta hefur ekki áhrif á útlitið, en þýðir að við notum minna af efni.“

Kröfur um öruggt plast

Allir hlutar MAMMUT eru úr polýprópýlen, plast sem hentar sérstaklega fyrir barnavörur. „Þegar að börn leika sér, kemur húð þeirra oft í snertingu við hluti og þess vegna uppfyllir plastið sem við notum alltaf ströngustu kröfur um kemísk efni og gott betur,“ segir Sarah. En plast brotnar hægt og bítandi niður við útfjólubláu geisla sólarinnar sem getur bæði haft áhrif á lit og gæði þegar húsgögnin eru notuð utandyra. „Þegar við áttuðum okkur á því að börn hafa gaman að því að bera húsgögnin út, styrktum við plastið með vernd gegn útfjólubláum geislum, sem auðvitað stenst kröfur um kemisk efni.“

Árlegt öryggispróf

Húsgögnin fara líka í gegnum árlegt öryggispróf. Ný þekking um hráefni og öryggi kemur sífellt í ljós og þá þarf að aðlaga vörurnar samkvæmt því. Þannig að hvers vegna hefur MAMMUT lifað svona lengi? „Ég held að skemmtilegu litirnir og lögunin, sem fær þig til að halda að þau voru að koma beint úr teiknimyndasögu, hafi einhver áhrif,“ segir Sarah. „Dætur mínar hafa notað þau fyrir fjöldann allan af teboðum og virkjasmíði í gegnum árin.“

Sjá meira Sjá minna

Eiginleikar

Sígildar IKEA vörur fyrir börn

Frá því um aldamótin 2000 hafa börn um allan heim leikið sér með litríku MAMMUT kollana, stólana og borðin. Húsgögnin eru létt og í hentugri stærð fyrir börn, hvort sem það er fyrir föndur innandyra eða garðveislu utandyra. Húsgögn sem eru í réttri stærð fyrir börn veita þeim sjálfstæði og frelsi í leik.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X