DJUNGELSKOG
Mjúkdýr,
tígrisdýr

2.990,-

Magn: - +
DJUNGELSKOG
DJUNGELSKOG

DJUNGELSKOG

2.990,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: Til á lager

Öll mjúkdýr eru góð í að knúsa, hughreysta og hlusta og þeim finnst gaman að leika og stríða.

Vissir þú að tígrisdýrið er stærsta kattardýrið í heiminum? En það eru ekki mörg eftir úti í náttúrunni þannig að þú skalt hugsa vel um stóra röndótta vin þinn. Ef þú knúsar hann mikið mun hann elska að eiga heima hjá þér.

DJUNGELSKOG mjúkdýr

Lifðu lengi með villtum dýrum

DJUNGELSKOG línan er yfirfull af yndislegum vinum til að leika við og – stundum – leita huggunar til. Línan hefur þó einn annan mikilvægan tilgang: Hún beinir athygli að villtum dýrum sem eru í hættu af völdum manna, eins og órangútan. Hann býr í regnskógum Borneó þar sem eldar og skógareyðing hefur fækkað þeim en það er hægt að snúa þróuninni við.

Martin Petri, sem vinnur með umhverfisstefnu hjá IKEA, var í regnskógi í Borneó árið 2016. Það var heitt og rakt. Dýralífshljóð ómuðu úr öllum áttum. Hátt uppi í tré sá hann dvalarstað órangútana - þeir eru komnir aftur. „Árið 1983 eyðilögðu skógareldar 18.500 hektara af regnskógi,“ segir Martin. „Þegar Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, heyrði af því vildi hann leggja sitt af mörkum til að endurreisa regnskóginn. Þess vegna höfum við lagt fjármagn í verkefnið Sáðu fræi síðan 1998 sem hefur haft í för með sér að 12.500 hektarar af regnskóginum hefur verið plantað aftur.“

Börn vilja vita meira

„Villt dýr minna á frelsið, þá sérstaklega fyrir borgarbörnin,“ segir Barbie Clarke, barnasálfræðingur, sem hefur gert ítarlega rannsókn á börnum og þroska þeirra. Órangútaninn, pandan, tígrisdýrið og hin dýrin í DJUNGELSKOG eru allt dýr sem eiga undir högg að sækja. Þetta er eitthvað sem mörg börn vita af og veldur þeim áhyggjur. „Mörg börn eru líka forvitin og vilja læra meira um dýrin,“ útskýrir Barbie. Þess vegna eru bækur hluti af DJUNGELSKOG línunni.

Stærri regnskógar merkja fleiri órangútanar

Við mannfólkið höfum tækifæri til að koma náttúrinni í samt horf til að stuðla að fjölbreytni sem heldur jafnvægi í náttúrunni - rétt eins og í regnskóginum, sem Martin Petri heimsótti. „Sáðu fræi er eitt af stærstu regnskógaverkefnunum og hefur veitt rannsóknaraðilum mikilvæga vitneskju sem verður nytsamleg fyrir aðra regnskóga sem hafa brunnið í skógareldum eða -eyðingu,“ útskýrir Martin. Því stærri sem regnskógurinn verður í Borneó, því fleiri órangútanar geta sveiflað sér í trjánum með löngu höndunum. Þegar kvölda tekur, safna þeir greinum saman og gera sér dvalarstað fyrir nóttina. Það er ótrúleg sýn.

Sjá meira Sjá minna

Gæði

Já, þau eru sæt – en eru þau örugg? Algjörlega!

Þú getur verið viss um að allar barnavörurnar okkar standast ströngustu kröfur þegar það kemur að heilsu og öryggi. Við prófum leikföngin okkar vandlega (við erum mikið harðhentari en tveggja ára börn). Bara svo að þú getir haft minni áhyggjur og leikið þér meira.


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X