FABLER BJÖRN
Mjúkdýr,
21 cm, drappað

295,-

Magn: - +
FABLER BJÖRN
FABLER BJÖRN

FABLER BJÖRN

295,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: Til á lager

Áberandi andstæður hjálpa sjónþroska barnsins.

Öll mjúkdýr eru góð í að knúsa, hughreysta og hlusta og þeim finnst gaman að leika og stríða.

Mjúkur bangsi með hjartað á réttum stað, lífleg augu og vinalegt bros. Kannski verður hann í uppáhaldi hjá barninu?

FABLER BJÖRN mjúkdýr

Sagan af brotna auganu og hvað við lærðum af því

IKEA verslunin í Helsinki í Finnlandi var full af viðskiptavinum þennan dag árið 1997. Carina Ingelsten vann sem tæknifræðingur fyrir vefnaðarvöru í Barna IKEA á þessum tíma og var með námskeið um öryggi fyrir hóp starfsmanna. „Ég lyfti bangsanum upp og togaði í hendur og fætur til að sýna hvað hann var vel gerður. Svo togaði ég í plastaugað og það losnaði af – eitthvað sem átti ekki að geta gerst“, segir Carina. Þetta var mikið áfall fyrir Barna IKEA en það leiddi til mikilvægra umbóta í öryggi.

Öll mjúkdýr voru fjarlægð úr versluninni og Carina reyndi að ná sambandi við samstarfsfólk sitt í Svíþjóð. „Það var laugardagur svo það var ekki auðvelt að ná í fólk. Að lokum náði ég í Jörgen Svensson, yfirmann minn hjá Barna IKEA, og í sameiningu settum við allsherjar sölustopp á IKEA mjúkdýr“.

Afleiðingarnar

Sú staðreynd að augað losnaði þrátt fyrir allar áhættugreiningar og öryggisskoðanir var mjög alvarleg en eftir á að hyggja leiddi það til góðs. „Við lærðum að kerfisvæða öryggisvinnuna betur út af þessu atviki. Ferlarnir urðu skýrari ásamt því hverjir bæru ábyrgðina“, segir Jörgen.

Meiri karakter

Atvikið varð til þess að ákveðið var að hætta alveg að nota plastaugu. Ísaumuð augu eru ekki einungis öruggari, þau gefa leikföngunum líka meira líf og karakter. Annie Huldén, hönnuður sem hefur hannað mörg mjúkdýr í gegnum árin, er sammála þessu. „Augun eru mjög mikilvæg á mjúkdýrum en plastaugun eru öll samhverf og flöt. Það er auðveldara að breyta útliti ísaumuðu augnanna með mismunandi stórum augasteinum og með augnhárum.“ Mjúkdýrin í Barna IKEA eru elskuð af börnum um allan heim. Þau eru sannir vinir sem gott er að leika sér við og leita huggunnar hjá – og foreldrar geta treyst því að þau séu örugg.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er pólýester?

Pólýester er endingargott, einangrandi efni sem þornar hratt og er tilvalið í vefnað eins og fyllingu í kodda, sængur og húsgögn. Efnið er unnið úr hráolíu sem er takmörkuð auðlind. Þar sem IKEA vill leggja sitt að mörkum í að draga úr notkun hráolíu erum við smám saman að skipta yfir í endurunnið og rekjanlegt pólýester sem meðal annars er unnið úr PET-flöskum. Það sem er gott við pólýester er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi eiginleikum sínum.

Gæði

Öruggari leikur

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og þess vegna er öryggi þeirra alltaf í forgangi hjá okkur. Með því að gera áhættumat og styðjast við ströngustu öryggisstaðla getum við komið í veg fyrir kunna áhættuþætti. En við erum ekki sátt við að stoppa þar. Við krefjumst þess einnig að öll leikföngin okkar fari í gegnum og standist strangar prófanir. Allt þetta gerum við til þess að þið getið verið örugg um að barnahúsgögnin séu stöðug og leikföngin séu ekki með neinum smáhlutum, löngum böndum eða hvössum brúnum. Það þarf ekki að minnast á það að auðvitað notum við eingöngu öruggt hráefni.

Samantekt

Krúttlegur vinur ævilangt!

Raunverulegur vinur er alltaf til staðar þegar þú þarft að fá stórt knús og huggun. Viltu kannski vingast við mjúkdýr? Þau elska knús, hlusta alltaf og segja aldrei frá. Alveg eins og raunveruleg gæludýr, bara minni og mýkri. Þar sem við vitum að vinskapurinn endist ævilangt, þá gengum við úr skugga um að allur saumaskapur og augu myndu endast jafn lengi. Þú getur einnig þvegið mjúkdýrið þitt, því jafnvel bestu vinir þurfa stundum að fara í bað.


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X