Saga
Börnum finnst gaman að leika sér með litlar fígúrur — en leikurinn fer ekki alltaf í þá átt sem við fullorðna fólkið bjuggumst við. Þegar við hönnuðum HUSET dúkkuhúsgögn og fígúrur sóttum við innblástur og hugmyndir frá börnunum sjálfum.
Þegar við vinnum með vörur fyrir börn, byrjum við alltaf á staðreyndum, rannsóknum og okkar eigin samskiptum við börn.
„Við hófum HUSET verkefnið með því að skipuleggja leikstundir með börnum á aldrinum 4-7 ára,“ segir Maria Pavlovcin, sem hefur sérhæft sig í samskiptum okkar við börn.
„Það er alltaf spennandi að fá innsýn í hugana þeirra, skilja þarfir og sjá ímyndunaraflið lifna við.“
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Við höfum lært að börn elska að leika sér með litlar fígúrur.
„Við ákváðum að hafa HUSET fígúrurnar eins og dýr, það færir leiknum meira frelsi þar sem það eru engar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hverjar þær eru og hvaðan þær koma.“
Þegar börnin léku sér fengu María og teymi hennar að heyra margar áhugaverðar sögur, hugmyndaríkar og afar spennandi.
„Það veitti okkur innblástur til að skapa refafígúruna sem horfir á þig með hálfluktum augum og skökku brosi, og býður ímyndunarafli barnsins að ákveða hvað gerist næst í sögunni.“
Í leik er allt hægt.
Nokkur húsgögn í HUSET eru smækkaðar útgáfur af alvöru IKEA vörum. Það er skemmtilega kunnuglegt en leikur þarf þó ekki að vera eins raunerulegur og við fullorðna fólkið gætum haldið. „Einn drengur ákvað að nota pappalampa sem eplatré sem óx upp úr skorsteini á FLISAT dúkkuhúsinu.“ „Allt er hægt þegar þú býður ímyndunaraflinu inn,“ segir Maria að lokum.
„Við öðlumst alltaf nýja innsýn í hugarheim barna þegar við hittum þau og getum hannað vörur sem höfða til þeirra.“