Nýtt
HUSET
Dúkkuhúsgögn og fígúrur,
svefnherbergishúsgögn/baðherbergishúsgögn marglitt

2.490,-

HUSET
HUSET

HUSET

2.490,-
Vefverslun: Uppselt
Húsgögnin og fígúrurnar hvetja til leiks í ímynduðum ævintýraheimi. Barnið kannar daglegar venjur og æfir félagsfærni á skemmtilegan og náttúrulegan hátt.
HUSET dúkkuhúsgögn og fígúrur

Dúkkuhúsgögn og fígúrur innblásin af leik

Börnum finnst gaman að leika sér með litlar fígúrur — en leikurinn fer ekki alltaf í þá átt sem við fullorðna fólkið bjuggumst við. Þegar við hönnuðum HUSET dúkkuhúsgögn og fígúrur sóttum við innblástur og hugmyndir frá börnunum sjálfum.

Þegar við vinnum með vörur fyrir börn, byrjum við alltaf á staðreyndum, rannsóknum og okkar eigin samskiptum við börn. „Við hófum HUSET verkefnið með því að skipuleggja leikstundir með börnum á aldrinum 4-7 ára,“ segir Maria Pavlovcin, sem hefur sérhæft sig í samskiptum okkar við börn. „Það er alltaf spennandi að fá innsýn í hugana þeirra, skilja þarfir og sjá ímyndunaraflið lifna við.“

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

Við höfum lært að börn elska að leika sér með litlar fígúrur. „Við ákváðum að hafa HUSET fígúrurnar eins og dýr, það færir leiknum meira frelsi þar sem það eru engar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hverjar þær eru og hvaðan þær koma.“ Þegar börnin léku sér fengu María og teymi hennar að heyra margar áhugaverðar sögur, hugmyndaríkar og afar spennandi. „Það veitti okkur innblástur til að skapa refafígúruna sem horfir á þig með hálfluktum augum og skökku brosi, og býður ímyndunarafli barnsins að ákveða hvað gerist næst í sögunni.“

Í leik er allt hægt.

Nokkur húsgögn í HUSET eru smækkaðar útgáfur af alvöru IKEA vörum. Það er skemmtilega kunnuglegt en leikur þarf þó ekki að vera eins raunerulegur og við fullorðna fólkið gætum haldið. „Einn drengur ákvað að nota pappalampa sem eplatré sem óx upp úr skorsteini á FLISAT dúkkuhúsinu.“ „Allt er hægt þegar þú býður ímyndunaraflinu inn,“ segir Maria að lokum. „Við öðlumst alltaf nýja innsýn í hugarheim barna þegar við hittum þau og getum hannað vörur sem höfða til þeirra.“

Sjá meira Sjá minna

Eiginleikar

Hlutverkaleikur er skemmtileg leið til að efla þroska

Með því að herma eftir foreldrum og öðrum fullorðnum í hlutverkaleikjum lærir barnið að skilja umhverfi sitt. Þetta getur til dæmis verið að svæfa mjúkdýr, byggja veg, elda í leikfangaeldhúsi og reiða fram kvöldverð. Þetta er miklu meira en bara leikur. Þetta hjálpar barninu að þróa félagsfærni, vitsmunalega færni og hreyfiþroska. Svona lærum við á lífið!

Hugleiðingar hönnuða

Marta Krupińska og David Wahl, hönnuðir

„Hlutverkaleikir eru mikilvægir fyrir þroska barna. HUSET vörulínan kemur hugmyndafluginu af stað. Skemmtileg dúkkuhúsgögnin, fyrir hvert rými heimilisins, eru eftirlíkingar af alvöru IKEA húsgögnum. Fígúrurnar eru sænsk dýr og hægt er að beygja fótleggina þegar þau vilja setjast. Barnið getur tekið fígúrurnar í sundur og raðað þeim saman eins og það vill til þess að búa til sín eigin ævintýr.“

Form/Hönnunarferli

Hannað í samráði við börn

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!


Bæta við vörum

Svipaðar vörur

Vörur sem þú skoðaðir síðast

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X