Þroskar ímyndunarafl, fínhreyfingarnar og rökhugsun.
Endingargóður og sterkur efniviður, rúnnuð horn og engar hvassar brúnir – öruggt fyrir barnið að leika sér með.
Hver vara er einstök með náttúrulegum litbrigðum og viðarmynstri.
Þegar þessi hversdagslegu farartæki lifna við í leik er barnið ekki aðeins að nota ímyndunaraflið – það veitir tækifæri til þess að ræða og skilja mikilvæg hlutverk þessara farartækja í samfélaginu.
Setja saman, taka í sundur og setja aftur saman! Mismunandi hlutar ökutækjanna passa saman svo barnið getur sett saman sínar eigin útgáfur.
Dráttarbíll, slökkviliðsbíll og sportbíll í stærra lagi – henta vel fyrir litlar hendur í mögnuðum ævintýraferðum.
Hluti af LILLABO línunni – vörulína af ökutækjatengdum vörum sem veita barninu betri skilning á samfélaginu í kringum það og hvernig það á að taka þátt í því.
Leikurinn færist oft um rýmið – en bílarnir fylgja vel eftir og renna jafnauðveldlega á beru gólfinu og flatofinni mottu.