SPARKA
Mjúkdýr,
bolti/grænt

795,-

Magn: - +
SPARKA
SPARKA

SPARKA

795,-
Vefverslun: Til á lager
Boltaleikur er skemmtilegur og eitthvað sem öll fjölskyldan getur notið saman. Það er hægt að spila fótbolta innandyra með mjúkum bolta – hvernig sem viðrar.
SPARKA mjúkdýr

Meiri hreyfing

Okkar sýn á pólýester

Pólýester er endingargott efni sem krumpast lítið og er auðvelt í umhirðu. Það er því tilvalið í fjölda vefnaðarvara eins og teppi, púða, sængur og kodda. Ókosturinn við nýtt pólýester er að það er unnið úr olíu, kolum eða náttúrugasi. Það þýðir að þegar við notum nýtt pólýester erum við að eyða dýrmætum auðlindum jarðarinnar. Okkar svar við því er að skipta út nýju pólýester fyrir endurunnið í vörunum okkar. Árið 2020 höfðum við náð því að skipta út 79% af nýju pólýesteri sem notað er í IKEA vefnaðarvörur og munum halda áfram og setja meiri kraft í þau umskipti þar til við höfum náð því markmiði að nota eingöngu endurunnið pólýester í vörunum okkar.

Með Barna IKEA viljum við hvetja til meiri hreyfingar: hoppa, hlaupa, gleði og leikir. Rannsóknir sýna að hreyfing spilar stórt hlutverk í vellíðan barna og er gott veganesti út í lífið.

Maria Ekblom, dósent hjá Swedish School of Sports and Health Sciences, rannsakar áhrif hreyfingar á börn. „Við vitum að hreyfing í réttu magni hefur jákvæð áhrif á líkamann, vöðvastyrk, hjarta- og æðakerfi, blóðþrýsting og blóðsykur.

Líkaminn vill hreyfa sig

Endurunnið pólýester í stað nýs

„Rannsóknir sýna að hreyfing bætir andlega heilsu og hefur jákvæð áhrif á ákveðna vitsmunalega virkni. Jafnframt hefur hreyfing á barnsaldri áhrif á venjur okkar og heilsu þegar við fullorðnumst. En hversu mikil hreyfing er æskileg? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með að börn milli 5 og 17 ára hreyfi sig að minnsta kosti í klukkustund á dag. Að auki er gott að fá meira krefjandi hreyfingu tvisvar í viku til að fá hjartsláttinn upp.

Upphaflega var allt pólýester unnið úr hráolíum sem ekki eru endurnýjanlegar en við erum að skipta því út fyrir endurunnið pólýester. Einn kostur pólýesters er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það dragi úr gæðum efnisins. Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester veitum við efni sem er ekki lífbrjótanlegt annað líf og drögum úr úrgangi sem annars færi í landfyllingu eða jafnvel í sjóinn. Í staðinn notum við PET og önnur pólýesterefni í vefnaðarvörur, kassa, eldhúsframhliðar og jafnvel í lampa. Endurunnið pólýester er alveg jafn gott og nýtt pólýester hvað varðar útlit, gæði og virkni og losar 50% minna af koltvísýringi. Vörur úr endurunnu pólýester eru alveg jafn hreinar og öruggar og vörur úr nýju pólýester.

Finndu taktinn

Áskoranir við notkun á endurunnu pólýester

Endurunnið pólýester gerir okkur minna háð olíu. Magnið af pólýester sem við endurvinnum er samsvarandi því magni af hráolíu sem við spörum (það er fyrir utan hugsanlega litun eða aðra meðhöndlun á endurunnu pólýester). Með nokkrum undantekningum liggur áskorunin ekki í því að endurvinna pólýesterið heldur að gera það aðgengilegt fyrir alla með því að halda verðinu viðráðanlegu. Það er oft kostnaðarsamara fyrir neytandann að velja vörur með minni umhverfisáhrif. Því viljum við breyta með því að gera endurunnið pólýester aðgengilegt fyrir sem flesta og á viðráðanlegu verði.

María er með góð ráð til að finna tíma og orku fyrir reglulega hreyfingu. „Til dæmis er sniðugt að hjóla eða labba í skólann ef möguleiki er á. Eða að leika við vini úti.“ Yngri börn hafa yfirleitt náttúrulega mikla hreyfiþörf en þurfa kannski smá hvatningu þegar þau verða eldri, segir Maria. „Ég tel mikilvægt að gefa börnum tækifæri til að æfa íþróttir eða annað sem passar þeirra áhugasviði og aldri. Og ef þau finna sig í íþróttinni er auðveldara að koma hreyfingu upp í vana – sem endist.“

Eingöngu endurunnið pólýester

IKEA hefur skuldbundið sig til að hætta notkun á jarðefnum og nota aðeins endurnýjanleg og endurvinnanleg efni fyrir árið 2030. Við erum að vinna í því að hraða þessu ferli fyrir pólýester í vörunum okkar og miðum að því að skipta út öllu nýju pólýester fyrir endurunnið í vefnaðarvörurnar okkar. Árið 2020 höfðum við skipt út 79% af nýju pólýester sem notað er í vefnaðarvörur okkar fyrir endurunnið pólýester. Það þýðir að við höfum notað 130.000 tonn af endurunnu pólýester og sparað 200.000 tonn af nýju pólýester. Við höfum ekki náð 100% markinu enn þá, en við erum komin langt á leið og höfum sigrast á mörgum hindrunum. Allt þetta magn gerir það að verkum að við erum leiðandi í notkun á endurunnu pólýester og við vonumst til þess að ákvarðanir okkar hvetji önnur fyrirtæki til breytinga.

Ábyrgur uppruni

Við hjá IKEA krefjumst þess að allt endurunnið pólýester sem notað er í vörurnar okkar sé frá endurvinnsluaðilum sem uppfylli „Global Recycled Standard“ og rekjanleiki IKEA vörunnar er tryggður með skilyrðum sem við setjum birgjunum okkar. Með því að nota einungis endurunnið pólýester sem uppfyllir skilyrði „Global Recycled Standards“ getum við tryggt að vinnuskilyrði, öryggi og umhverfisaðstæður séu í lagi í framleiðsluferlinu. Þið teljum að GRS-staðallinn sé sá besti á markaðinum í dag. Við vinnum með samstarfsaðilum okkar og samtökum í textíliðnaðinum eins og „Textile Exchange“ við að bæta staðla sem snúa að endurunnum efnum, meðal annars með tilliti til rekjanleika efnisins út fyrir endurvinnslustöðvarnar.

Sjá meira Sjá minna

Eiginleikar

Mjúkdýr sem taka við öllum knúsum

Við vitum að mjúkdýrin okkar eiga að þola áralanga notkun. Því höfum við valið þægileg efni, saumað augun í og látið þau gangast undir strangar prófanir – ásamt því að tryggja að þau séu laus við öll skaðleg efni. Það er auðvelt að halda þeim hreinum og ferskum því það má þvo þau í vél.

Gæði

Já, þau eru sæt – en eru þau örugg? Algjörlega!

Þú getur verið viss um að allar barnavörurnar okkar standast ströngustu kröfur þegar það kemur að heilsu og öryggi. Við prófum leikföngin okkar vandlega (við erum mikið harðhentari en tveggja ára börn). Bara svo að þú getir haft minni áhyggjur og leikið þér meira.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X