Undirlagið er úr gúmmí og því helst mottan á sínum stað þegar börnin hlaupa um og leika á henni.
Oft leika börnin sér í sameiginlega rýminu. Þá getur verið sniðugt að hafa fallega mottu á ákveðnum stað sem skilgreinir leikaðstöðuna.
Lífgaðu upp á borgarlífið með því að bæta við LILLABO bílastæðahúsi með þyrlu og bíl og LILLABO leikfangafaratækjum. Bílastæðahúsið passar fullkomlega á miðja mottuna.
Mjúkt yfirborð mottunnar gerir það að verkum að það er bæði þægilegt að labba og leika sér á henni – bæði fyrir litla og stóra fætur.
Í þessu spennandi borgarlandslagi er alltaf hægt að uppgötva nýja staði – sjúkrahús, verkstæði, þyrlupall og jafnvel IKEA verslun!