Stólfætur úr gegnheilum við sem er slitsterkt náttúrulegt hráefni.
Skálarlaga sætið er aðlagað að líkamsbyggingu sem flestra. Fyllingin er svo aðlöguð fyrir sem mest þægindi með nýrri tækni.
Áklæðið á stólinn er í einu lagi og festist með frönskum rennilás svo auðvelt er að taka það af og setja það aftur á.
Eftir líflega máltíð er gott að vita að þú getur auðveldlega tekið áklæðið af og þvegið í vél.
Þú heldur áklæðinu fersku með því að viðra og þvo það reglulega ásamt því draga úr óhreinindum og ryki á heimilinu.
Rörlaga fæturnir eru úr stáli og því sterkir og endingargóðir, en með útliti hefðbundinna handsnúinna viðarfóta.
Borðplatan er úr lökkuðu MDF; sterku og endingargóðu efni sem er búið til úr pressuðum viðarafgöngum.
Þú getur setið þægilega í langan tíma. Hallinn á bakinu veitir góðan stuðning. Bakhallinn ásamt bólstruðu sætinu gerir stólinn hentugan fyrir langar stundir við matarborðið.
Stóll án arma er fullkominn í lítil rými því hann rennur alveg undir borðið þegar hann er ekki í notkun.
Áklæðið er úr Gunnared-efni sem er dope-litað pólýesterefni. Endingargott hlýlegt efni sem minnir á ull með áþreifanlegri blandaðri tvítóna áferð.