Tvær plötur sem hægt er að fella niður og því er hægt að aðlaga stærð borðsins, fyrir tvo til fjóra, eftir þörfum.
Hirslan undir borðinu felur það sem þú þarft fyrir mismunandi athafnir í kringum borðið, en heldur því samt við höndina þegar þú þarft á því að halda.
Þykkt ljósgrátt efni ásamt stöðugum málmbotni heldur því sem þú geymir stöðugu og á sínum stað.
Stóra hirslan rúmar allt að tvo fellistóla (t.d. FRÖVSI, GUNDE eða NISSE fellistóla) sem þú getur auðveldlega nálgast ef óvæntir gestir kíkja við.
Feldu innstungur í bilinu á milli hirslunnar og borðplötunnar. Notaðu frönsku rennilásana til að festa rafmagnssnúrur við borðfæturna.
Gott aðgengi að rafmagni í gegnum opnar hliðarnar og tvö göt á efninu. Hentar fullkomlega til að hlaða fartölvur og farsíma.
Geymið nauðsynjar eins og tímarit, spjaldtölvu, gleraugu, sælgæti og hleðslutæki í hliðarvösunum.
Sterk málmgrind og endingargóð, slétt melamínhúðuð borðplata.