Útlit borðsins er hannað með viðarplanka í huga, sem gefur því hlýlega og náttúrulega tilfinningu og áferð.
Hvert borð er einstakt, með mismunandi æðamynstri og náttúrlegum litbrigðum sem eru hluti af þokka viðarins.
Eik er afar sterkur og endingargóður harðviður með áberandi viðarmynstri. Hún verður dekkri og fallegri með aldrinum og fær á sig gullbrúnan undirtón.
Prófað og samþykkt fyrir notkun á opinberum stöðum, eins og á veitingastöðum, sem þýðir að það er sérlega endingargott og þolir mikla daglega notkun.
Borðið kemur vel út með TOBIAS stólum og GRÖNSTA, MÅRENÄS og TOSSBERG stólum með örmum.