Hvert borð er einstakt, með mismunandi viðarmynstri og náttúrlegum litbrigðum sem eru hluti af þokka viðarins.
Áklæðið má taka af og þvo í vél og því einfalt að halda því hreinu.
Hringlaga borð auðveldar fólki að spjalla saman þar sem það sér hvert annað auðveldlega.
Setur svip á borðstofuna með vönduðum eiginleikum eins og borðbrúnum úr gegnheilum við, fallegu viðarmynstri og rúnnuðum hornum.
Stækkunarplata er geymd undir borðplötunni. Falin platan stækkar borðið úr fjögurra manna í sex manna borð og þú þarft ekki að neinni hjálp að halda.
Borðið er með nokkrum lögum af brúnu bæsi ásamt glæru lakki sem ver það gegn skemmdum. Borðplatan er úr afar þykkum viðarspóni og er því sterk.
Einstaklega þægilegir stólar með bólstruðu sæti og baki og fallegum krómhúðuðum fótum.
Áklæðið líkist ull og hefur hlýlegt yfirbragð. Endingargott efnið er dope-litað í tveimur fallegum litatónum – og það er auðvelt að taka áklæðið af og þvo það eftir þörfum.
Stóll án arma er fullkominn í lítil rými því hann rennur alveg undir borðið þegar hann er ekki í notkun.
Dope-litunartækni notar minna af vatni og litarefnum ásamt því að gefa betri litfestu en hefðbundin litunartækni.