SKANSNÄS/SKANSNÄS
Borð og fjórir stólar,
115/170 cm, brúnt beyki/brúnt beyki

179.750,-

SKANSNÄS / SKANSNÄS
SKANSNÄS/SKANSNÄS

SKANSNÄS / SKANSNÄS

179.750,-
Vefverslun: Uppselt
Borð og fjórir stólar í nútímalegum skandinavískum stíl. Brúnbæsaður viður og þægindi sem endast. Hægt er að stækka borðið svo sex stólar komist fyrir.
SKANSNÄS/SKANSNÄS borð og fjórir stólar

Sígild hönnun í borðstofuna

Við höfum hannað og framleitt húsgögn í meira en 70 ár og sitjum því á ótal mörgum flottum hönnunarvörum sem hafa veitt okkur innblástur fyrir nýjum húsgögnum. Ekki allt var betra í gamla daga, sérstaklega ekki þegar litið er til þæginda og sveigjanleika og því er mikilvægt að laga hönnunina að þörfum nútímans eins og við höfum gert með SKANSNÄS línuna.

Sjötti og sjöundi áratugurinn var blómaskeið skandinavískrar hönnunar. Formið varð stílhreinna og efniðviðurinn gaf af sér persónutöfra. Hönnuðurinn Mikael Axelsson fann ómetanlegan innblástur í fortíð okkar. „Á þessum tímum voru breiðir stólar án sýnilegra festinga eða skrúfa aðalmálið,“ segir Mikael. „Þeir voru seldir samsettir og flötu pakkningarnar höfðu ekki enn litið dagsins ljós.“ Í dag búum við yfir leynivopni sem heitir blindnagli en hann auðveldar samsetningu á SKANSNÄS stól. Hann sést nefnilega ekki utan á húsgagninu!“

Stóll til að halla sér aftur í

Þó margir stólar úr fortíð okkar hafa verið afar þægilegir þá vildum við enn meiri þægindi. Með því að prófa sig áfram fundu Mikael og teymi hans góðan halla á baki og hönnuðu sæti sem er einstaklega þægilegt að sitja á í langan tíma. „Við völdum ofið pappasnæri í sætið þar sem það er sterkt og gefur eftir þegar þú situr.“

Fyrir lítil og stór matarboð

SKANSNÄS línan er gerð úr beyki, sterkum og endingargóðum við með fallegri áferð – líkt og ótal mörg húsgögn úr fortíð okkar. Í dag setur fólk meiri áherslu á sveigjanleika. Borðin eru með stækkunarplötu. Þannig að þegar þú ert að halda stórt matarboð er auðvelt og fljótlegt að stækka borðið. „SKANSNÄS borð og stólar eru gerð fyrir afslöppun og ótal veislur.“ Hver veit, kannski verða þau innblástur fyrir framtíðarhönnuði.

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Mikael Axelsson, hönnuður

„Þegar ég hannaði SKANSNÄS kafaði ég djúpt í fortíð IKEA og sótti innblástur í borð og stóla frá sjötta og sjöunda áratugnum, gullöld skandinavískrar hönnunar. Ég er heillaður af einföldu og mjúku formunum og náttúrulega hráefninu sem var mikið notað. Efniviðurinn er fallegur frá upphafi en breytist og fær á sig enn fallegri blæ með tímanum. Ég nýtti mér það í bland við nútímaþekkingu á vinnuvistfræði og tækni til að búa til húsgögn í takt við tímann.“


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X