Stólfætur úr gegnheilum við sem er slitsterkt náttúrulegt hráefni.
Með aukaplötum getur þú breytt stærð borðsins þannig að það passi fyrir 4, 6 eða 8. Ef þú bætir sæti við hvora styttri hliðina komast allt að 10 manns fyrir.
Aukaplöturnar tvær eru geymdar undir borðplötunni og það er jafn auðvelt að setja þær upp og setja þær aftur niður þegar gestirnir eru farnir.
Borðfæturnir og grindin eru úr endingargóðu duftlökkuðu stáli.
Svarbrún borðplatan er með spónalagi úr harðvið sem er bæsað og lakkað til að auka endingu og gera viðarmynstrinu kleift að skína.
Nýjar rannsóknir og ný tækni gera það að verkum að bólstraður stóllinn veitir hámarks þægindi. Breyttu um lit og útlit með því að skipta út áklæðinu hvenær sem þér hentar.
Áklæðið á stólnum er úr beinum pólýestertrefjum með litlum bilum á milli – sem gerir það einstaklega mjúkt með góðri öndun og því heldur það vel sama hitastigi þegar þú situr.
Skálarlaga sætið er aðlagað að líkamsbyggingu sem flestra. Fyllingin er svo aðlöguð fyrir sem mest þægindi með nýrri tækni.
Áklæðið á stólinn er í einu lagi og festist með frönskum rennilás svo auðvelt er að taka það af og setja það aftur á.
Áklæðið má taka af og þvo og því einfalt að halda því hreinu.
Bakið styður vel við hrygginn og halli þess og sætisins er til þess fallinn að ná sem bestri setstöðu svo þú getir dvalið aðeins lengur við borðstofuborðið.
Áklæðið er úr Gunnared pólýesterefni sem er dope-litað. Endingargott hlýlegt efni sem er eins og ull viðkomu með blandaðri tvítóna áferð.