Fótstigið veitir góðan stuðning fyrir fótleggina á löngum fundi eða símtali.
Hentar til notkunar í atvinnuskyni.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Tilvalið með staflanlegum LÄKTARE fundarstól. Þú getur hengt stólinn upp á borðið eða staflað stólunum upp þegar þeir eru ekki í notkun.
Þú getur fest skilrúmin saman og losað þau þegar fundinum er lokið.
Auðvelt að færa til. Þarf ekki að lyfta eða bera á milli staða. Læsanleg hjól halda borðinu á sínum stað.
Tilvalið fyrir fundarherbergi eða opið vinnurými til að aðlaga það að ólíkum þörfum.
Hægt að brjóta saman eftir notkun. Gott er að geyma nokkur samanbrotin borð hlið við hlið til að nýta plássið sem best.
Yfirborðið er mjúkt viðkomu.
Snagar á báðum hliðum borðsins henta vel fyrir tösku eða heyrnatól.
Þú þarft aðeins að setja saman fætur og hjól þar sem varan er hálfsamsett.