Netefnið í bakinu hleypir lofti í gegnum sig, sem er einstaklega gott þegar leikurinn dregst á langinn.
Armarnir eru tengdir stólbakinu og fylgja því með þegar þú hallar þér aftur. Þægilegt þegar þú spilar leiki í símanum.
Neðri hlutinn er bæði stöðugur og veitir góðan hreyfanleika og gott er að hvíla fæturna á honum.
Samstilltur halli – hreyfist með þér þegar þú hallar þér aftur, opnar mjaðmir og búk til að bæta blóðrás og orku.
Sjálfvirk mótstaða – stillir mótstöðu baksins eftir líkamsþyngd.
Stillanleg sætisdýpt – gerir þér kleift að aðlaga stólinn til að styðja betur við læri og bak.
Stillanlegur stuðningur við mjóbak – stuðlar að góðri líkamsstöðu og dregur úr álagi við mjóbak.
Stillanlegir armar (3D) – hjálpa þér að finna þægilega stöðu fyrir handleggi og axlir. Stillanleg hæð, breidd og halli.
Stillanlegur höfuðpúði – léttir á álagi á hálsi og öxlum.
Hæðarstillanlegt sæti – fyrir þægilega setustöðu óháð líkamshæð.
Öryggisbúnaður – hjólin læsast þegar stóllinn er ekki í notkun til að halda honum tryggilega á sínum stað.
Hallalæsing (4 stöður) – læsir stólnum í mismunandi halla fyrir aukinn stöðugleika og stuðning.
Stóllinn hentar afar vel til vinnu því hann hefur margar stillingar til að aðlaga að líkama hvers og eins.