3 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Það er auðvelt að halda skrifborðinu snyrtilegu með snúruhirslu úr netefni undir borðplötunni.
Hægt er að stilla hæð fótanna í sex mismunandi stillingum frá 68 til 78 cm og því getur þú alltaf setið í þægilegri hæð.
Málmnetið á bakhlið borðplötunnar tryggir að loft nái vel að leika um tölvuna og platan er mjög stöðug svo þú getur auðveldlega fest tvo skjáarma á hana.
Þú getur haft borðplötuna á tvo mismunandi vegu. Ef þú snýrð útskornu hliðinni að þér færð þú góðan stuðning fyrir handleggi og úlnliði – og ef þú snýrð henni aftur færð þú pláss til að leiða allar snúrurnar aftur fyrir borðið.
Tölvuleikjaaðstaðan verður að vera þægileg, sérstaklega ef leikurinn dregst á langinn. Þess vegna er borðplatan djúp – svo skjáirnir geti verið í þægilegri fjarlægð.
Kemur vel út með UTESPELARE leikjastól í stíl.