Stóllinn hentar afar vel til vinnu því hann hefur margar stillingar svo hægt sé að aðlaga hann að líkama hvers og eins.
LETAFORS áklæði með kælandi áhrif sem er einstaklega þægilegt þegar þú situr lengi. Auðvelt að halda hreinu og fær síður á sig bletti.
Stillanlegur mjóbakstuðningur – hjálpar þér að viðhalda réttri líkamsstöðu til að draga úr álagi á neðra baki.
Samstilltur hallabúnaður – bakið hallar meira en sætið en þannig opnast mjaðmir og blóðflæði eykst.
Öryggiseiginleiki – þegar enginn situr í stólnum læsast hjólin og stóllinn helst á sínum stað þegar þú stendur upp.
Hannað til að veita góðan stuðning og vellíðan.
10 ára ábyrgð.
Sjálfvirk mótstaða – stillir mótstöðu baksins eftir líkamsþyngd.
Stillanleg sætisdýpt – gerir þér kleift að aðlaga stólinn til að styðja betur við læri og bak.
Stillanlegir armar (3D) – hjálpa þér að finna þægilega stöðu fyrir handleggi og axlir. Stillanleg hæð, breidd og halli.
Hæðarstillanlegt sæti – fyrir þægilega setustöðu óháð líkamshæð.
Hægt að þvo – auðvelt er að þrífa stólinn og halda honum ferskum þar sem áklæðin eru laus.
Hallalæsing (3 stöður) – Læsir stólnum í mismunandi halla fyrir aukinn stöðugleika og stuðning.
Hentar til notkunar í atvinnuskyni.