5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Spanhellur eru mjög orkunýtnar, hraðvirkar og nákvæmar þar sem spantæknin beinir orkunni beint í segulmagnað eldunarílátið.
Viftan aðlagast sjálfkrafa að hitastigi helluborðsins – því hærri sem hitinn er því meira gleypir hún í sig.
Spanhelluborð með innbyggðri viftu gefur þér betri yfirsýn og aðgang að helluborðinu þar sem þú þarft ekki venjulegan háf í eldhúsið.
Helluborðið er fullkomið fyrir opið eldhús, til dæmis á eldhúseyju fyrir miðju en virkar líka upp við vegg í hefðbundnu eldhúsi.
Hellurnar eru sveigjanlegar og hægt er að nota þær saman eða sitt í hvoru lagi – það fer eftir því hve stóran pott eða pönnu þú notar.
Allar hellur eru með hraðsuðustillingu sem gerir helluna mjög heita – hentar því vel til að sjóða vatn eða brúna kjöt.