Saga
Hvernig eru morgnarnir á þínu heimili? Baðherbergið getur auðveldlega virkað sem flöskuháls þegar allir þurfa að bursta tennurnar og gera sig tilbúna fyrir daginn. Sérstaklega ef baðherbergið er ekki skilvirkt og ekki hægt að aðlagað það að þínum þörfum á einfaldan hátt. Með ENHET baðherbergislínunni viljum við gefa færi á sveigjanlegra og þægilegra baðherbergi. Þannig að morgunverkin gangi betur fyrir sig.
Að búa í þrengslum er raunveruleiki flestra, hvar sem er í heiminum – það er líka raunin hjá Ina Keppler, sem tók þátt í að þróa ENHET. Baðherbergið hennar var innblástur að góðum hugmyndum. „Baðherbergið mitt er lítið og ég held að það mundi virðast rýmra ef sumar hirslurnar væru opnar. Það gæfi mér líka betri yfirsýn yfir það sér ég á.“
Fullnýttu plássið eftir þínum þörfum
Ina og samstarfsfólk hennar vildu gera samsetninguna mjög auðvelda og blönduðu saman lokuðum skápum með opnum málmhillum til að skapa meiri sveigjanleika. „Hugmyndin var að fullnýta plássið og gera þér kleift að aðlaga baðherbergið að þínum breytilegu þörfum“, útskýrir Ina. Það sem öll baðherbergi virðast þurfa, sama hversu stór þau eru: Fleiri snaga fyrir handklæði, skrúbba og annað. En það eru ekki allir sem vilja bora í veggina hjá sér og því kom hópurinn með lausn á því. „Hægt er að hengja upp eins marga snaga og þú vilt á hliðarnar á einingunum.“
Sýndu uppáhaldshlutina og feldu óreiðuna
Snjallir eiginleikar og sveigjanleiki eru ómissandi til að morgunverkin á baðherberginu gangi vel fyrir sig. En Ina telur að við þurfum að gefa baðherberginu meiri gaum og með því að blanda saman opnum og lokuðum hirslum verður það auðveldara. „Þú getur falið óreiðuna sem þú vilt ekki að nokkur sjái í lokuðum skápum – eða því sem börnin mega ekki ná í – og raðað svo uppáhaldshlutunum í opnu hillurnar.“