25 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Fljótlegt og einfalt að setja saman og taka í sundur.
Tilvalin hirsla fyrir potta, pönnur og lítil heimilistæki.
Efri hillan er færanleg og þú getur því haft hana í þeirri hæð sem hentar.
Hillurnar eru klæddar melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.
Grindur í kringum hillurnar koma í veg fyrir að hlutir detti af en veita á sama tíma gott aðgengi.
Hillurnar fara auðveldlega til baka inn í skápinn og rekast því ekki í skáphurðina þegar þú lokar.
Hillurnar tvær snúast og eru ekki með stöng í gegn. Þannig hámarka þær geymsluplássið í hornskáp og þú nærð auðveldlega í það sem er innst í skápnum.
Dökkur liturinn kemur vel út með dökkum METOD eldhúskápum og skapar fallegt heildarútlit.