Þú getur notað vagninn á mismunandi hátt, til dæmis sem aukavinnupláss í eldhúsinu, hentuga hirslu í forstofunni eða óhefðbundið náttborð í svefnherberginu.
Sterkbyggð grind og fjögur hjól auðvelda þér að færa vagninn til og nota hann hvar sem þú vilt. Nett hönnunin passar í flest skot.
Hentar vel í eldhúsinu, á baðherberginu eða hvar sem þig vantar aukahirslu.
Hjólavagninn stenst ströngustu kröfur okkar fyrir stöðugleika, endingu og öryggi og þolir daglega notkun í ótal ár.
Netefnið í hillunum tryggir gott loftflæði sem dregur úr rykmyndun og raka og auðveldar þrif. Opin hönnunin auðveldar þér að sjá innihaldið og halda því skipulögðu.