Sniðug lausn í lítil rými – í hlutverki skrifborðs eða matarborðs fyrir tvo einstaklinga.
Það er einfalt að fella hliðarnar niður til að spara pláss og þú nærð auðveldlega í það sem er í hillunum, líka þegar hliðarnar eru niðri.
Hillurnar eru hentugar undir uppskriftabækur, skólabækur, fartölvu, borðbúnað, skálar, bakka og svo framvegis. Gott er að geyma hlutina sem eru oftast notaðir á efri hillunni.
Hærri platan hentar vel sem vinnuborð í matarundirbúningi, eða barborð til að spjalla við vini.
Úr gegnheilli furu sem er endingargóður efniviður.
Borðið er á hjólum og með höldum á hliðum og því auðvelt að færa það eftir þörfum.