5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.
Plasthúðuð borðplatan er endingargóð og auðveld í umhirðu. Með smá alúð helst hún eins og ný í mörg ár.
Hvítar fulningaframhliðar með tímalaust útlit, ásamt borðplötu með eikarútlit færa þér notalegt eldhús í hefðbundnum stíl.
Þú getur sniðið skápana og skúffuna að hlutunum þínum með innvolsi sem selt er sér.
Skúffur ásamt stillanlegum hillum gera þér kleift að raða vel og vandlega í hirsluna.
Eldhússtörfin eru auðveldari þegar þú nærð í allt sem þú þarft. Veggskápurinn auðveldar þér að nálgast diska og glös.
Hornið veitir aukna dýpt, bæði vinnupláss og hirsla fyrir stærri potta og pönnur.
Sniðug hirslulausn sem auðveldar þér að fara úr einu í annað.