Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.
Plasthúðuð borðplatan er endingargóð og auðveld í umhirðu. Með smá alúð helst hún eins og ný í mörg ár.
Hvítar fulningaframhliðar með tímalaust útlit, ásamt borðplötu með eikarútlit færa þér notalegt eldhús í hefðbundnum stíl.
Þú getur sniðið skápana og skúffuna að hlutunum þínum með innvolsi sem selt er sér.
Skúffa og stillanlegar hillur gera þér kleift að raða vel og vandlega í hirsluna.
Hentugt í smærri eldhús – vertu með allt við höndina.
Gott rými til að matreiða með möguleika á að setja vask og blöndunartæki.
Eldhúsverkin verða mun auðveldari þegar allt er innan handa Veggskápurinn auðveldar þér að nálgast diska og glös.