Þú getur dregið ¾ af skúffunni út og færð því góða yfirsýn og þægilegan aðgang að innihaldinu.
Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.
Plasthúðuð borðplatan er endingargóð og auðveld í umhirðu. Með smá alúð helst hún eins og ný í mörg ár.
Dökkgráar framhliðar ásamt borðplötu með hvítu marmaraútliti skapar nútímalegan og notalegan stíl í eldhúsinu.
Grunnskápurinn færir þér gott vinnupláss og gott aðgengi að borðbúnaði í skápum og skúffum. Hámarkaðu vinnuflæðið!
Þú getur sniðið skápana og skúffuna að hlutunum þínum með innvolsi sem selt er sér.
Skúffur ásamt stillanlegum hillum gera þér kleift að raða vel og vandlega í hirsluna.
Er hægt að setja saman á tvo vegu, með skápinn fyrir ofninn vinstra megin eða hægra megin, eftir þörfum. Skúffan undir ofninn getur geymt bökunarplötur.