Sterk gegnheil fura í IVAR hirslunum er með náttúrulega breytilegt viðarmynstur og litbrigði og því er hvert húsgagn einstakt.
Ómeðhöndlaður viður er endingargott náttúrulegt efni sem er enn slitsterkari þegar búið er að olíu- eða vaxbera hann.
Þú getur fært hillurnar til og hagað bilinu eftir þínum þörfum.
Hurðin festist beint á stólpann á hillueiningunni – sniðug leið til að búa til lokaða hirslu og nýtt útlit á augabragði.
Þú getur gert húsgögnin þín enn persónulegri með því að bæsa þau eða mála í uppáhaldslitnum þínum.
Þú getur auðveldlega skipt bambusnum í miðjunni út fyrir listaverk eða ljósmynd sem þú elskar.