Einföld eining getur verið næg hirsla fyrir lítið rými eða sem grunnur fyrir stærri hirslu ef þarfir þínar breytast.
Þú getur blandað saman skápum í nokkrum stærðum, án hurða eða skúffa og skapað þar með einstaka lausn fyrir þig.
Samsetning er bæði fljótleg og auðveld þar sem blindnaglinn smellur í forboruð götin.
Hurðin er með innbyggðum þrýstiopnara. Opnaðu með því að ýta létt á hurðina.
Stillanleg hilla gerir þér kleift að laga hirslurýmið að þínum þörfum.
Með veggföstum EKET skápum nýtir þú veggplássið til fulls og sparar gólfpláss.