Hægt að nota aftur og aftur því það má vaska pokana upp og loka aftur.
Pokarnir henta vel undir afganga og þurrmat en einnig fyrir púsl, spil og aðra smáhluti. Þeir eru gegnsæir svo ekkert gleymist.
KUSTFYR pokarnir eru með tvöfaldri lokun og því halda þeir innihaldinu fersku lengur – og halda jafnvel vökva án þess að leka.
Hrekkjavökuþema í eldhúsinu? Svartir og hvítir kettir prýða þessa 25 endurnýtanlegu poka. KUSTFYR línan er tímabundin, ekki missa af þessum kisum!