Gefur beina lýsingu sem hentar vel til að lýsa upp smærri svæði.
LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um 20 sinnum lengur en hefðbundin glópera.
Þú getur deyft lýsinguna þráðlaust og aðlagað eftir þörfum.
Hefðbundið yfirbragð ljóssins passar vel við skápana í HAVSTA og HAUGA línunum.
Ef þú vilt að ljósið lýsi inn í skápinn þarftu aðeins að halla lampahausnum inn á við.
Málmskermurinn beinir lýsingunni beint inn í hillueininguna eða skápinn.
Festingin gerir þér kleift að renna ljósinu fram og til baka. Þú getur auðveldlega fest það með skrúfum – eða með tvöföldu límbandi á gler- eða málmfleti.