Birtan frá þessari LED ljósalengju skapar notalegt andrúmsloft hvar sem þú kemur henni fyrir.
Ef þú þarft ekki á allri lengdinni að halda getur þú vafið upp því sem er aukreitis með meðfylgjandi frönskum rennilás og snúrufestingum.
Auðvelt að festa – fjarlægðu bara pappírinn af sjálflímandi límbandinu og festu ljósalengjuna þar sem þú vilt.
Ljósalengjan er með þrjár mismunandi stillingar sem þú getur valið á milli með takkanum.
Ljósalengjunni fylgir spennubreytir sem þú getur stungið í innstungu.
Ýttu einu sinni á takkann og ljósið skiptir sjálfkrafa um liti. Ef þú vilt ekki að ljósið skipti um liti skaltu ýta aftur á takkann þegar liturinn sem þú vilt hafa á ljósinu kemur.
Ef þú ýtir þrisvar á hnappinn færð þú mjúka, dempaða lýsingu sem breytir um lit.
Hægt er að sveigja LED ljósalengjuna og þú getur því auðveldlega sett hana bak við sjónvarpið eða bókaskáp.
Einfalt er að stytta ljósalengjuna með því að klippa hana á þeim stöðum sem merktir eru með skærum.