Stærð sem hentar vel fyrir ýmislegt eins og aukahluti fyrir raftæki og vinnu.
Ef þú vilt verja hlutina þína fyrir ryki og óhreinindum eða stafla saman nokkrum kössum getur þú notað KUGGIS lok sem er selt sér.
Kassarnir og lokin í KUGGIS línunni fást í mismunandi stærðum og litum svo þú getur blandað þeim saman þannig að henti smekk þínum, plássi og þörfum.
Passar í flestar IKEA hirslur sem eru minnst 26 cm á dýpt. Til dæmis í BESTÅ hirslur.
Úr endingargóðu plasti sem er að hluta til endurunnið. Hluti af KUGGIS línunni þar sem allar stærðir passa saman.