Smáhirslan minnir á litla kommóðu og er úr sterkum pappa. Hún er fullkomin til að geyma smáhluti, í heimaskrifstofu, forstofu eða stofu.
Það er auðvelt að draga skúffurnar út með útskornu handföngunum. Litlar holur aftan á hindra að lofttæmi myndist.
Smáhirslan passar fullkomlega í BILLY bókaskáp og aðra bókaskápa og hillur sem eru minnst 25 cm að dýpt.
FJÄDERHARV vörurnar raðast vel saman og eru því snyrtilegar í bókaskápnum.
Fáðu sem mest út úr bókaskápnum þínum eða skrifborðinu með því að stafla einni smákommóðu ofan á aðra.