Saga
NIPÅSEN fatastandur er einföld og góð lausn fyrir jakka, úlpur og annað sem þú geymir í forstofunni. Það sem gerir hann frábrugðinn öðrum fatastöndum frá okkur er hversu auðvelt það er að setja hann saman.
„Pakkningin sem þú tekur með þér heim er aðeins 60 cm að lengd“, segir Muthu Sankaran, einn verkfræðinganna sem unnu við hönnunina á NIPÅSEN Muthu tekur alla hlutana úr umbúðunum og sýnir hvernig hægt er að smella þeim saman á nokkrum mínútum svo úr verði stöðugt 180 cm hátt fatahengi. Snagarnir eru í tveimur mismunandi hæðum, þannig að jafnvel þau yngstu geta hjálpað til við að ganga frá.
Sterkari uppbygging með málmpinnum
Samsetningin er svona fljótleg vegna þess að við lágmörkuðum fjölda skrúfa. Muthu og teymið stefndu að því að finna hraðari og einfaldari leið til að festa hlutana saman og prófuðu mismunandi hugmyndir, sumar fengnar úr klassískum handverkshefðum.
Lausnin var málmpinni sem smellur í gat og rennur á sinn stað. Eftir að hafa fullkomnað hugmyndina uppgötvuðum við að þessi aðferð við að festa tvo hluta saman gerir smíðina einnig sterkari samanborið við að nota skrúfur. „Svo sést ekkert í festingarnar“, segir Muthu og strýkur slétt málmyfirborðið.
Færri skrúfur og auðveldari samsetning
Teyminu okkar tókst ekki að útrýma skrúfum alveg að þessu sinni. Þú þarft enn að munda skrúfjárnið þegar þú setur fæturna á fatahengið. En góðu fréttirnar eru að það eru aðeins örfáar skrúfur sem þarf að halda utan um. Muthu er líka sannfærður um að málmpinnarnir séu komnir til að vera.
Núna viljum við halda áfram að fækka skrúfum og gera fleiri vörur auðveldari í pökkun og samsetningu.