Neðri snagarnir eru hentugir á heimili þar sem börn eru og þau geta þá hengt af sér sjálf. Einnig er hægt að nota þá fyrir töskur og bakpoka.
Frístandandi hatta- og fatastandur er hentugur því ekki þarf að bora í vegg og einfalt er að færa hann til. Fyrir jakka, úlpur, töskur og fleira.
Efstu snagarnir henta fyrir stórar úlpur, kápur og hatta og efst er gott að setja létta og fyrirferðamikla hluti eins og reiðhjólahjálma.
Ný aðferð fyrir samsetningu gerir þér kleift að setja standinn saman með aðeins 6 skrúfum – aðferð sem við höfum sérleyfi fyrir.
Duftlakkað stál býr yfir sígildu yfirbragði og er endingargott efni sem hentar vel til að geyma útifötin og aukahluti sem stundum eru óhrein eða blaut.