Hægt er að fjarlægja bakkann og hliðarþilin sem skapar ýmsa möguleika á að aðlaga borðið til að ná hámarksnýtingu á plássinu sem þú hefur.
Skapaðu þinn persónulega stíl með kössum að eigin vali.
Borðið er úr léttum efnivið og því er auðvelt að færa það til þegar þú þrífur, endurraðar húsgögnunum eða þarft að nota borðið annars staðar á heimilinu.
Duftlakkað yfirborð úr stáli er sterkt, endingargott og auðvelt í þrifum.
Það er auðvelt að aðlaga borðið að mismunandi stöðum á heimilinu sem er sérlega þægilegt þar sem pláss er lítið.
Grindin er úr bambus, sterku, sendingargóðu og sveigjanlegu hráefni sem verður fallegra með árunum.
Gúmmífætur verja gólfið fyrir rispum. Aukafætur eru innifaldir og þú getur sett þá hvar sem er, eftir því hvernig þú notar borðið.