Falleg og fáguð smáatriði líkt og látúnslitaðir hnúðar, dökkblár litur innan í skúffum og svartir stálfætur sem færa húsgagninu létt yfirbragð.
Sniðug og rúmgóð hirsla með góðum skúffum og færanlegum hillum sem gera þér kleift að sérsníða hirsluna eftir þínum þörfum.
Rennihurðir færa þér meira pláss í kringum húsgagnið og gera þér kleift að velja hvort sjáist í hlutina þína eða ekki.
Einfalt og hentugt snúruskipulag þar sem efri platan nær ekki alla leið að bakinu, tilvalið ef þú vilt setja lampa eða sjónvarp á borðið án þess að það séu sýnilegar snúrur.
Einnig er hægt að nota hann sem skenk og stilla upp fallegum skrautmunum.
Ef þér líkar stíllinn getur þú fundið fleiri húsgögn í sömu vörulínu.
RÅDMANSÖ sjónvarpsbekkurinn er með viðaryfirborði með hlýlegum hnotutón – fallegur bakgrunnur fyrir hlutina þína.
Stillanlegir fætur til að auka stöðugleika, jafnvel á ójöfnu gólfi.