Saga
Sum okkar búa þrengra en við viljum. Því fylgir oft endalaus leit að meira plássi. Svo því ekki að reyna að nýja rýmið sem við höfum betur? Það var eitthvað sem vöruhönnuðir okkar vildu hjálpa til með þegar þeir hönnuðu minni útgáfuna af HYLLIS. Hillu sem passar nánast hvar sem er og hentar vel ef þú vilt rækta kryddjurtir og smáplöntur.
Philip Dilé er einn þeirra sem eru á bak við HYLLIS, hann býr í íbúð með svölum í suðurhluta Svíþjóð. „Svalirnar mínar eru fullar af dóti. Ég mundi vilja nýta þær í eitthvað annað en geymslu og ég held að margir viðskiptavinir okkar séu á sama máli.“
Vörn fyrir náttúruöflunum
Það dugar sjaldnast að vera með nágranna fyrir ofan okkur til að skýla svölunum fyrir veðri, vindum og mengun. Því ákvað teymið að búa til áklæði á HYLLIS. Þau höfðu hana gegnsæja og með loftgötum. Því er möguleiki á að nota áklæðið og hilluna sem gróðurhús.
Vertu svalabóndi
„Ég rækta sjálfur kryddjurtir. Það sparar peninga og það er skemmtilegt að fylgjast með þeim vaxa á svölunum. Mér finnst að fólk sem er búsett í borgum ætti líka að geta ræktað smáar plöntur og kryddjurtir, jafnvel þó það sé ekki með garð,“ segir Philip. Með HYLLIS hillu og áklæði er það hægt, í litlu magni, og svalirnar nýtast þá í eitthvað meira en geymslu – sjálfbærara líf og betri nýting á plássi.