RENSARE
Fatapoki, 3 í setti,
köflótt/grátt svart

895,-

RENSARE
RENSARE

RENSARE

895,-
Vefverslun: Uppselt
Það er sérstaklega þægilegt þegar smáhlutir eiga sér ákveðinn stað. Þú þarft ekki að leita að sokkum og heyrnartólunum þegar þú ert að flýta þér út á morgnanna – og þú getur pakkað í ferðatöskuna á augabragði.
RENSARE fatapoki, 3 í setti

Uppfull af hugmyndum

Vissir þú að þú eyðir að meðaltali fimm klukkustundum í hverri viku í samgöngur til og frá vinnu, skóla eða ræktarinnar og þú eyðir meira en tíu dögum á ári í að ferðast á milli þessara staða. Þegar þú bætir svo við ferðum til að skutla og sækja börnin, fara í búðina og allt annað sem þú gerir verður tíminn enn lengri. Með töskulínunni vildum við gera fullkomin ferðafélaga fyrir daglegar samgöngur, ferðalög og ævintýri.

Með töskulínunni vildum við gera fullkominn ferðafélaga fyrir daglegar samgöngur, ferðalög og ævintýri. Nú til dags eyðum við alltaf meiri og meiri tíma utan heimilisins. „Ef þú ert alltaf á ferðinni þarftu einfalda og skipulagða lausn til að geta tekið allt sem þú þarft með þér“, segir Holly Harraway, sem er ein af þeim sem tók þátt í hönnunarferlinu. „Við töluðum við fullt af fólki með mismunandi lífsstíl, áhugamál og þarfir og út frá því var augljóst að hönnunin þurfti að taka til margra mjög mismunandi athafna. „Við notuðum þekkingu okkar á hvernig megi skipuleggja heimilið á góðan hátt þegar við unnum að því að gera töskurnar hagnýtar og gagnlegar“, segir hún. Niðurstaðan varð mismunandi tegundir og stærðir, fyrir mismunandi tilefni. Með lyklakippu og fartölvuhólfi. En einnig með földum lokuðum hófum fyrir verðmæti – að utanverðu til að hægt sé að nálgast þau fljótt og að innanverðu til að þau séu fullkomlega örugg. „Þú vilt geta nálgast hlutina þína hratt og örugglega hvar sem þú ferð og hvernig sem þú ferðast þangað.“

Tökum þetta nú saman

Töskurnar og pokarnir eru úr að minnsta kosti 90 prósent endurunnu pólýester. „Það er sjálfbært val á efni án þess að það þurfi að fórna útliti, virkni eða gæðum“, segir Holly. Heildarlausn á góðu verði fyrir sem flesta, til að taka nauðsynjar með sér hvert sem er. Allt hefur sitt pláss og það er pláss fyrir allt.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er endurunnið pólýester?

Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester fá PET-flöskur og annað úr pólýester nýtt líf í hlutum eins og vefnaðarvörum, kössum, eldhúsframhliðum og jafnvel ljósum. Þegar þú notar þessar vörur færð þú sömu gæði og virkni og frá vörum úr nýju pólýester. Að sjálfsögðu eru þessar vörur jafn hreinar og öruggar og aðrar vörur. Það sem er samt allra best er að þú stuðlar einnig að minni hráefnisnotkun.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X