LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um tíu sinnum lengur en hefðbundin glópera.
Hægt er að koma vörunni fyrir hvar sem er þar sem hún gengur fyrir rafhlöðum og þarf ekki að vera tengd við rafmagn.
LED kertin varpa notalegum bjarma sem flöktir líkt og alvöru kertalogi, en þú sleppur við sót og lekandi kertavax.
Öruggur kostur fyrir heimili þar sem búa börn eða gæludýr þar sem hægt er að nota LED kertin hvar sem er án þess að eldhætta skapist.
Kertin færa rýminu hlýju og notalegheit, hvort sem það er á heimilum eða kaffihúsum og veitingastöðum.
Tvö LED kerti sem duga í um 130 klukkustundir, eða 21-22 daga, með 6 klst. tímastillinum.
Þú virkjar innbyggða tímastillinn með takka undir kertinu. Tímastillirinn kveikir á kertinu á sama tíma á hverjum degi – og slekkur aftur á því eftir sex klukkustundir.