Hluti af Nytillverkad línunni þar sem klassískur IKEA húsbúnaður fær nýtt útlit.
Þú getur auðveldlega stillt lengd snúrunnar fyrir loftljósið. Þegar þú hefur fundið rétta hæð fyrir ljósið getur þú vafið snúrunni inn í baldakinið og fest upp í loftið.
Hlýleg og falleg hönnun. Þannig var TIVOLI lýst í vörulistanum okkar árið 1964. Í Nytillverkad línunni fær loftljósið heitið DYKARKLOCKA. Það gefur frá sér birtu án glampa og er úr fallegum viðarspóni.
Í nýju útgáfunni af loftljósinu eru sjö hringir í stað níu. Ysta lagið af viðarspóni er ennþá lökkuð eik, en spónninn er núna einnig úr birki og beyki.