Hægt er að stýra ljósmagninu og því getur þú aðlagað birtuna að tilefninu.
LED ljósaperur eru bæði orkunýtnar og endingargóðar og líftíminn er um 25.000 klst. Þær hafa því tvo eiginleika sem gera þér kleift að spara, bæði í peruskiptum og rafmagni.
LED ljósaperur fást með mismunandi ljóshitastigi sem gerir birtuna ýmist hlýrri eða kaldari. Þessi tiltekna ljósapera gefur frá sér hlýtt hvítt ljós (2.700 Kelvin).
Ytri hlífin er úr endingargóðu plasti og þolir allt frá -20°C að 40°C.
Lýsir strax á fullum krafti þegar kveikt er á ljósinu.
Litendurgjafargildi (CRI) ljósaperu gefur til kynna hversu vel ljósið sýnir liti á réttan hátt. Gildi yfir 80 er gott og í nálægð við náttúrulega birtu. Þessi ljósapera er með gildið 90.
LED ljósaperan gefur frá sér sömu birtuna og hefðbundin 60 W ljósapera – en án þess að flökta eða gefa frá sér hljóð.